Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   þri 11. febrúar 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Skælbrosandi Saka vinnur að endurkomu
Bukayo Saka er ekki væntanlegur til baka af meiðslalistanum fyrr en í mars en Arsenal hefur birt myndir af honum í endurhæfingunni. Hann er með liðinu í æfingabúðum í Dúbaí og sést í styrktar- og líkamsþjálfun.

Saka fór í aðgerð fyrir áramót vegna meiðsla aftan í læri en hann meiddist í 5-1 sigri gegn Crystal Palace.

Stuðningsmenn Arsenal geta ekki beðið eftir að fá Saka aftur á völlinn enda algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins.

Á dögunum bættist Gabriel Martinelli á meiðslalistann með meiðsli aftan í læri en hann spilar ekki næstu vikurnar.

Arsenal, sem situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, heimsækir Leicester í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Varnarmaðurinn Ben White snýr aftur hjá Arsenal en hann hefur verið frá síðustu mánuði eftir aðgerð á hné.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner