mið 11. mars 2020 09:07
Elvar Geir Magnússon
Stefnt á að leikur Arsenal um helgina fari fram
Mynd: Getty Images
Leik Manchester City og Arsenal sem átti að fara fram í kvöld var frestað þar sem leikmenn Arsenal eru í sóttkví, samkvæmt leiðbeiningum yfirvalda.

Ekki er tilgreint hversu margir leikmenn eru í sóttkví en samkvæmt fréttum á henni að ljúka á föstudaginn.

Umræddir leikmenn hittu Evangelos Marinakis, eiganda Olympiakos, í kringum Evrópuleik á dögunum en Marinakis greindist síðar með kórónaveiruna.

Á föstudaginn eru liðnir fjórtán dagar síðan leikmennirnir hittu Marinakis en vísindamenn segja að það taki að meðaltali fimm daga fyrir smitaða einstaklinga að finna fyrir einkennum.

Stefnt er að því að leikur Brighton og Arsenal fari fram á laugardaginn, eins og allir aðrir leikir ensku úrvalsdeildarinnar sem eiga að fara fram um helgina.

Leikmenn og starfslið Olympiakos fóru í læknisskoðun eftir að Marinakis opinberaði að hann væri með veiruna en enginn er sýktur, samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu. Það eru jákvæðar fréttir fyrir Arsenal en talið er að enginn hjá þeim hafi heldur fengið veiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner