fim 11. apríl 2019 11:25 |
|
Síminn mun selja enska boltann á 4.500 krónur
4.500 krónur fyrir enska boltann. Orri Hauksson forstjóri Símans á kynningarfundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas hefur meðal annars unnið á Stöð 2 Sport, Morgunblaðinu og Fótbolta.net á fjölmiðlaferli sínum og er annar umsjónarmanna útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X977. Hann mun sjá um dagskrárgerð og lýsingar.
Eiður Smári Guðjohnsen, Logi Bergmann Eiðsson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson verða einnig í teymi Símans.
Síminn hélt kynningarfund í höfuðstöðvum sínum í morgun þar sem meðal annars kom fram að áskriftin að enska boltanum muni kosta 4.500 krónur á mánuði.
Einnig verður enski boltinn inn í Premium pakkanum hjá Símanum fyrir 6 þúsund krónur og þá verður einn leikur í viku sýndur í opinni dagskrá, leikurinn um miðjan dag á laugardegi.
Beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu.
Viðtöl við Tómas Þór og Eið Smára birtast hér á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
21:14
07:00
12:30