Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 11. apríl 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fjölskylda Harry Kane slapp án alvarlegra áverka
Mynd: Getty Images
Þýski miðillinn BILD greinir frá því að þrjú barna Harry Kane lentu í bílslysi þegar Kane var á leið til London fyrir leik FC Bayern gegn Arsenal í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Kane og eiginkona hans eiga fjögur börn saman og voru þrjú þeirra saman í bíl sem lenti í bílslysi í München.

Farið var rakleiðis með börnin á sjúkrahús og í ljós kom að einungis var um minniháttar áverka að ræða.

Kane gat því spilað leikinn gegn Arsenal án þess að hafa alltof miklar áhyggjur af heilsu barna sinna, en hann skoraði annað marka Bayern í 2-2 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner