Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Hraunað yfir markvörð PSG eftir ömurlega frammistöðu hans
Gianluigi Donnarumma átti kvöld til að gleyma.
Gianluigi Donnarumma átti kvöld til að gleyma.
Mynd: EPA
„Af öllum markvörðum í heiminum, hvernig endaði ríkasta félag fótboltans uppi með Gianluigi Donnarumma? Hann gerði mistök í öllum þremur mörkum Barcelona sem vann Paris Saint-Germain 3-2," skrifar Pete Jenson fréttamaður Daily Mail.

Ítalski markvörðurinn fær mikla gagnrýni frá fjölmiðlum víða um heim og margir stuðningsmenn PSG láta reiði sína í ljós á samfélagsmiðlum.

Donnarumma var ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum í leiknum og segir Albert Ortega, fréttamaður El Confidencial, að þetta hafi verið ein versta frammistaða markvarðar sem hann hafi séð í Meistaradeildinni.

Donnarumma var ekki einn gerður að blóraböggli af stuðningsmönnum PSG því brasilíski varnarmaðurinn Lucas Beraldo fékk einnig að heyra það fyrir ömurlega frammistöðu sína.

Leikurinn í gær fór fram á Prinsavöllum í París og var fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner