Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 11. maí 2021 11:45
Elvar Geir Magnússon
Mane: Mitt versta tímabil á ferlinum
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: EPA
Sadio Mane segir að þetta sé versta tímabil sitt á ferlinum og að hann verið svo áhyggjufullur yfir slakri spilamennsku að hann hafi farið í læknisskoðun til að athuga hvort það væri eitthvað líkamlegt að hrjá sig.

Senegalski sóknarleikmaðurinn hefur skorað níu mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en á síðasta tímabili gerði hann alls 22 mörk í öllum keppnum.

„Þetta er versta tímabilið á ferli mínum, ég verð að viðurkenna það," sagði Mane við frönsku sjónvarpsstöðina Canal+.

„Ef þú spyrð mig um ástæðuna þá er erfitt að gefa svar. Persónulega þá veit ég það ekki. Ég hef alltaf reynt að vera jákvæður, hvort sem hlutirnir eru góðir eða slæmir."

„Ég gagnrýni sjálfan mig allan tímann. Ég fór meira að segja í skoðun til að athuga líkamann. Hvort ég sé að borða rétt eða hvort eitthvað hafi breyst? En niðurstaðan var sú að allt er í fínu lagi."

„Ég verð að skilja það að í lífinu eru hæðir og lægðir. Ég mun halda áfram að leggja mikið á mig."
Athugasemdir
banner
banner