Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. maí 2022 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Garðar Gunnlaugs í ÍA (Staðfest) - „Ef klúbburinn kallar þá svarar maður kallinu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson hefur fengið félagaskipti frá Kára yfir í ÍA.

Fótbolti.net heyrði í Garðari í dag og spurði hann út í skiptin.

„Hugmyndin er að vera til taks ef þörf er á mér í sumar. Ef klúbburinn kallar þá svarar maður kallinu," sagði þessi 38 ára gamli markaskorari.

Garðar segir skrokkinn í góðu standi og vonaði að hann væri ekki að „jinxa" neinu með því að segja það.

„Ég býst ekki við því að hlutverkið verði neitt rosalega stórt en það er bara Jóns Þórs að ákveða. Ég horfi á þetta sem fallegan endi."

Garðar sagði að hann yrði ekki með í næsta leik ÍA (gegn Val í kvöld) en gæti komið inn í hópinn í næstu leikjum.

Garðar hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Kára en var þar á undan hjá Val. Hann er uppalinn hjá ÍA og steig þar sín fyrstu skref áður en hann fór í Val árið 2004 árið 2006 fór hann svo í atvinnumennsku og sneri til baka úr henni árið 2012, gekk þá aftur í raðir ÍA og lék með uppeldisfélaginu þar til hann gekk í raðir Vals árið 2019. Hann hefur skorað 58 mörk í efstu deild í 162 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner