Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. júní 2019 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: Stærsti sigur í sögu keppninnar
Bandaríkin skoruðu 13 mörk.
Bandaríkin skoruðu 13 mörk.
Mynd: Getty Images
Fimm mörk og þrjár stoðsendingar hjá Alex Morgan.
Fimm mörk og þrjár stoðsendingar hjá Alex Morgan.
Mynd: Getty Images
Bandaríkin 13 - 0 Tæland
1-0 Alex Morgan ('12 )
2-0 Rose Lavelle ('20 )
3-0 Lindsey Horan ('32 )
4-0 Samantha Mewis ('50 )
5-0 Alex Morgan ('53 )
6-0 Samantha Mewis ('54 )
7-0 Rose Lavelle ('56 )
8-0 Alex Morgan ('74 )
9-0 Megan Rapinoe ('79 )
10-0 Alex Morgan ('81 )
11-0 Mallory Pugh ('85 )
12-0 Alex Morgan ('87 )
13-0 Carli Lloyd ('90 )

Bandaríska kvennalandsliðið byrjar af miklum krafti á HM kvenna í Frakklandi. Þær bandarísku eru ríkjandi Heimsmeistarar, en þær mættu Taílandi í kvöld.

Alex Morgan skoraði fyrsta markið á 12. mínútu og flóðgáttirnar opnuðust við það. Staðan var 3-0 í hálfleik, en í seinni hálfleiknum gerðu Bandaríkin hvorki meira né minna en 10 mörk.

Lokatölur 13-0. Hreint út sagt ótrúlegt, en þetta eru tölur sem ekki eiga að sjást á svona stóru móti.

Það er hægt að sjá mörkin á vef RÚV með því að smella hérna.

Þetta er stærsti sigurinn í sögu HM kvenna. Alex Morgan átti sannkallaðan stórleik. Hún skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú. Hún er önnur til að skora fimm mörk í einum leik á HM. Það gerðist síðast 1991 og var það Michelle Akers, einnig frá Bandaríkjunum, sem gerði það.

Hreint út sagt ótrúlegur sigur hjá Bandaríkjunum sem eiga næsta leik við Síle á sunnudag. Tæland á leik við Svíþjóð þann sama dag.

Svíþjóð hafði betur gegn Síle fyrr í dag.


Athugasemdir
banner