þri 11. júní 2019 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslandi kláraði Tyrkland - Sex stig af sex mögulegum
Icelandair
Íslendingar fagna.
Íslendingar fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er með níu stig að fjórum leikjum loknum.
Ísland er með níu stig að fjórum leikjum loknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 2 - 1 Tyrkland
1-0 Ragnar Sigurðsson ('21 )
2-0 Ragnar Sigurðsson ('32 )
2-1 Dorukhan Toköz ('40 )
Lestu nánar um leikinn

Íslenska landsliðið er með níu stig eftir fjóra leiki í undankeppni EM 2020. Það verður að teljast býsna gott. Einu töpuðu stigin hingað til komu gegn Frakklandi í París.

Ísland tók á móti Tyrklandi á sólríku kvöldi á Laugardalsvelli í kvöld. Tyrkir voru með fullt hús stiga fyrir leikinn og höfðu unnið Heimsmeistara Frakklands 2-0 á heimavelli um síðustu helgi.

Ísland byrjaði leikinn frábærlega og var mikill kraftur í liðinu fyrstu mínúturnar. Það skilaði sér í marki á 21. mínútu Ragnar Sigurðsson skallaði frábæra aukaspyrnu Jóhanns Berg Guðmundssonar í markið.

Eftir markið hélt Ísland áfram að spila vel og skoruðu okkar strákar aftur á 32. mínútu. Aftur var það Ragnar Sigurðsson sem skoraði. Aftur skoraði hann með skalla, en í þetta skiptið eftir hornspyrnu. Fjórða og fimmta mark Ragga í 88. landsleiknum.

Mörkin hans Ragnars má sjá með því að smella hérna.


Því miður þá minnkaði Tyrkland muninn þegar Dorukhan Toköz skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu. Staðan var 2-1 í hálfleik. Frábær frammistaða hjá Íslandi.

Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu hjá Íslendingum. Þeir vildu þessi þrjú stig og viti menn, þeir náðu í þessi þrjú stig. Tyrkir fengu fá færi. Þegar rúmar 10 mínútur voru eftir fengu þeir líklega sitt besta færi þegar varnarmaðurinn Merih Demiral negldi boltanum yfir markið úr ákjósanlegri stöðu.

Ragnar fékk möguleika til að fullkomna þrennu sína þegar lítið var eftir. Hann fékk frían skalla á teignum en skallaði yfir markið.

Dómarinn, Szymon Marc­iniak, flautaði til leiksloka og Íslendingar gátu andað léttar. Þrjú stig í pokann og sex stig af sex mögulegum í þessu verkefni. Frábært.

Þess má geta að Ísland er fyrsta liðið í þessari undankeppni sem skorar gegn Tyrklandi.


Hinir leikir riðilsins
Það voru tveir aðrir leikir á sama tíma í riðlinum. Frakkland var í Andorra og vann þar öruggan 4-0 sigur á meðan Albanía vann 2-0 sigur á Moldavía. Albanía aftur á sigurbraut eftir tap á Íslandi síðastliðinn laugardag.

Ísland, Frakkland og Tyrkland eru öll með níu stig eftir fjóra leiki. Frakkar eru á toppnum, Tyrkland í öðru sæti og Ísland í þriðja sæti. Albanía er með sex stig, Moldavía með þrjú og Andorra á botninum án stiga.

Andorra 0 - 4 Frakkland
0-1 Kylian Mbappe ('11 )
0-2 Wissam Ben Yedder ('30 )
0-3 Florian Thauvin ('40 )
0-4 Kurt Zouma ('60 )

Albanía 2 - 0 Moldavía
1-0 Sokol Cikalleshi ('65 )
2-0 Ylber Ramadani ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner