Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. júní 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd tæki mikla áhættu með því að kaupa Bale
Bale í landsleik með Wales.
Bale í landsleik með Wales.
Mynd: Getty Images
Manchester United myndi taka mikla áhættu með því að kaupa Gareth Bale í sumar. Þetta segir Rene Meulensteen sem var hluti af þjálfarateymi United á sínum tíma.

Meulensteen segir að erfitt sé að gera sér grein fyrir því hver staðan sé á Bale þegar kemur að standinu á honum.

Bale fagnar þrítugsafmæli sínu í sumar en hann er ekki í áætlunum Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid. Leikmaðurinn hefur oft verið orðaður við Manchester United í gegnum tíðina.

„Manchester United þarf að fá inn toppleikmann, en er Gareth Bale enn upp á sitt besta? Við vitum að hann hefur fengið sinn skammt af meiðslum svo þetta yrði áhætta," segir Meulensteen.

„Bale í standi yrði samt klárlega góður liðsstyrkur fyrir Manchester United. Hann kemur inn með hraða og kraft, getur skapað og skorað mörk. En það er erfitt að sjá hvar hann stendur núna."

Spænska blaðið Marca segir að Real Madrid hafi rekið sjúkraþjálfarann Jaime Benito en Zidane er að taka til í starfsteyminu. Benito er sagður hafa verið helsti stuðningsmaður Bale í klefanum en þeir tveir eru góðir vinir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner