Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 11. júní 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Burnley býður í Collins - Fékk rautt spjald gegn Íslandi
Mynd: EPA
Burnley hefur að undanförnu reynt að krækja í Nathan Collins sem er varnarmaður Stoke.

Burnley er sagt hafa boðið 12 milljónir punda í Collins og verður það tilboð að öllum líkindum samþykkt.

Burnley reyndi að fá Collins í janúar og bauð þá sjö milljónir punda. Collins er tvítugur og er í lykilhlutverki hjá Stoke en hefur glímt við meiðsli að undanförnu en er að snúa til baka.

Það er the Sun sem greinir frá þessu. Collins er írskur og hefur leikið með yngri landsliðum þjóðarinnar.

Hann lék meðal annrars með U21 árs landsliðinu gegn Íslandi í nóvember og fékk rauða spjaldið þegar skammt var eftir af leiknum. Í kjölfarið vann Ísland svo leikinn og tryggði sér sæti á EM.

Leicester, Arsenal og Manchester United hafa verið orðuð við Collins í fortíðinni.

Samningur Collins við Stoke rennur út sumarið 2024.
Athugasemdir
banner
banner