Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 11. júní 2024 23:40
Sölvi Haraldsson
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Þetta var frábær liðssigur í kvöld. Allir spiluðu mjög vel og þetta var afar verðskuldaður sigur fannst mér.“ sagði Leah Maryann Pais sem skoraði öll fjögur mörk Þróttara í kvöld í 4-1 sigri á Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Þróttaraliðið kom mjög sterkt út í seinni hálfleik og voru mun betri þá en þær voru í þeim fyrri.

Við vissum í hálfleik að við vorum ekki búnar að vera góðar. Við þurftum að ná í seinna markið fljótlega í seinni hálfleik. Við vissum að það yrði stórt fyrir leikinn og myndi breyta honum. Eftir að við skoruðum annað markið héldum við bara áfram og gerðum hlutina einfalt.

Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður skorar fjögur mörk í 8-liða úrslitum bikarsins en Leah var spurð hvort þetta væri hennar besti leikur á ferlinum.

Ég hef reyndar skorað sex mörk í leik áður. En á hærra getustigi er þetta með mínum betri leikjum á ferlinum.

Þróttur hefur ekki átt gott mót í deildinni í ár og eru á botninum í deildinni en unnu fyrsta deildarleikinn sinn í seinasta leik gegn Stólunum. Leah fór yfir það hvað Þróttaraliðið þarf að gera til að byrja að vinna leiki í deildinni.

„Við þurfum að gera hlutina einfalda. Við erum með alla innviði og allar stelpurnar í það. Allir eru mjög mikilvægir í liðinu. Þegar við byrjum að gera okkar hluti einfalda og hreyfa boltann meira fram á við koma sigrarnir.“ sagði Leah að lokum.

Viðtalið við Leuh má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner