Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   þri 11. júní 2024 23:40
Sölvi Haraldsson
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Þetta var frábær liðssigur í kvöld. Allir spiluðu mjög vel og þetta var afar verðskuldaður sigur fannst mér.“ sagði Leah Maryann Pais sem skoraði öll fjögur mörk Þróttara í kvöld í 4-1 sigri á Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Þróttaraliðið kom mjög sterkt út í seinni hálfleik og voru mun betri þá en þær voru í þeim fyrri.

Við vissum í hálfleik að við vorum ekki búnar að vera góðar. Við þurftum að ná í seinna markið fljótlega í seinni hálfleik. Við vissum að það yrði stórt fyrir leikinn og myndi breyta honum. Eftir að við skoruðum annað markið héldum við bara áfram og gerðum hlutina einfalt.

Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður skorar fjögur mörk í 8-liða úrslitum bikarsins en Leah var spurð hvort þetta væri hennar besti leikur á ferlinum.

Ég hef reyndar skorað sex mörk í leik áður. En á hærra getustigi er þetta með mínum betri leikjum á ferlinum.

Þróttur hefur ekki átt gott mót í deildinni í ár og eru á botninum í deildinni en unnu fyrsta deildarleikinn sinn í seinasta leik gegn Stólunum. Leah fór yfir það hvað Þróttaraliðið þarf að gera til að byrja að vinna leiki í deildinni.

„Við þurfum að gera hlutina einfalda. Við erum með alla innviði og allar stelpurnar í það. Allir eru mjög mikilvægir í liðinu. Þegar við byrjum að gera okkar hluti einfalda og hreyfa boltann meira fram á við koma sigrarnir.“ sagði Leah að lokum.

Viðtalið við Leuh má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner