Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
Guðni Eiríks: Ef einhvertíman er hægt að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag
Jóhannes Karl: Áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur
J. Glenn: Við verðum að skora
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Dóri Árna: Ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Vill að Víkingar verði „dirty" aftur - „Tölfræðin er lygilega góð"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
   þri 11. júní 2024 23:40
Sölvi Haraldsson
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Þetta var frábær liðssigur í kvöld. Allir spiluðu mjög vel og þetta var afar verðskuldaður sigur fannst mér.“ sagði Leah Maryann Pais sem skoraði öll fjögur mörk Þróttara í kvöld í 4-1 sigri á Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Þróttaraliðið kom mjög sterkt út í seinni hálfleik og voru mun betri þá en þær voru í þeim fyrri.

Við vissum í hálfleik að við vorum ekki búnar að vera góðar. Við þurftum að ná í seinna markið fljótlega í seinni hálfleik. Við vissum að það yrði stórt fyrir leikinn og myndi breyta honum. Eftir að við skoruðum annað markið héldum við bara áfram og gerðum hlutina einfalt.

Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður skorar fjögur mörk í 8-liða úrslitum bikarsins en Leah var spurð hvort þetta væri hennar besti leikur á ferlinum.

Ég hef reyndar skorað sex mörk í leik áður. En á hærra getustigi er þetta með mínum betri leikjum á ferlinum.

Þróttur hefur ekki átt gott mót í deildinni í ár og eru á botninum í deildinni en unnu fyrsta deildarleikinn sinn í seinasta leik gegn Stólunum. Leah fór yfir það hvað Þróttaraliðið þarf að gera til að byrja að vinna leiki í deildinni.

„Við þurfum að gera hlutina einfalda. Við erum með alla innviði og allar stelpurnar í það. Allir eru mjög mikilvægir í liðinu. Þegar við byrjum að gera okkar hluti einfalda og hreyfa boltann meira fram á við koma sigrarnir.“ sagði Leah að lokum.

Viðtalið við Leuh má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner