Arsenal hefur áhuga á að fá Dani Ceballos, miðjumann Real Madrid, í sínar raðir samkvæmt heimildum Sky Sports.
Tottenham er einnig í viðræðum við Real Madrid um Ceballos og Lundúnarliðin virðast ætla að berjast um leikmanninn.
Tottenham er einnig í viðræðum við Real Madrid um Ceballos og Lundúnarliðin virðast ætla að berjast um leikmanninn.
Hinn 22 ára gamli Ceballos vill fara á láni því hann vonast ennþá eftir að ná í gegn hjá Real Madrid í framtíðinni.
Ceballos sló í gegn þegar Spánn vann EM U21 árs landsliða en hann skoraði tvö mörk og lagði upp tvö á mótinu.
Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Liveprool væri einnig að skoða Ceballos og spennandi verður að sjá hvar hann endar.
Athugasemdir