Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 11. júlí 2019 14:20
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Napoli: Real Madrid vill of mikið fyrir James
James Rodriguez er mögulega ekki á leið til Napoli
James Rodriguez er mögulega ekki á leið til Napoli
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli á Ítalíu, segir að spænska félagið Real Madrid fari fram á of háa upphæð fyrir kólumbíska miðjumanninn James Rodriguez.

Rodriguez, sem er fæddur árið 1991, hefur eytt síðustu tveimur tímabilum á láni hjá þýska félaginu Bayern München en hann ákvað að snúa aftur til Real Madrid eftir lánssamninginn.

Madrídingar vilja ekkert með hann hafa og reyna af öllum krafti að finna lið handa Rodriguez en hann hefur verið í viðræðum við Napoli síðustu vikur.

Það er þó útlit fyrir að hann endi ekki á Ítalíu þar sem Napoli virðist ekki hafa efni á að kaupa hann.

„James er einn mest viðkunnulegasti leikmaðurinn í fjölmiðlum á eftir þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Hann vill spila fyrir okkur en Real Madrid er að biðja um of mikinn pening fyrir hann," sagði De Laurentiis, forseti Napoli.

Rodriguez á að baki 111 leiki fyrir Real Madrid. Hann hefur skorað 36 mörk og lagt upp 40 mörk frá því hann kom frá Porto árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner