Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 11. ágúst 2020 15:12
Magnús Már Einarsson
FH stefnir á að spila á heimavelli í Evrópudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
FH stefnir á að spila leiki sinn gegn Dunajska Streda frá Slóvakíu í Evrópudeildinni á heimavelli á Kaplakrikavelli miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi.

FH þarf að tilkynna UEFA um leikstað og eins og staðan er núna er stefnt á að spila í Kaplakrika.

„Við erum bjartsýn á að þetta gangi eftir en heilbriðgisráðherra hefur ekki ennþá staðfest tilskipun frá sóttvarnarlækni. Við bíðum þess endanlega en miðað við uppleggið sem er verið að vinna frá þá sjáum við og KSÍ að við ættum að geta spilað leikinn," sagði Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, við Fótbolta.net í dag.

„Við erum í rosalega góðu samstarfi við ráðuneytin, öll yfirvöld og KSÍ að leysa þetta."

KR á að mæta Celtic í Skotlandi í Meistaradeildinni í næstu viku og Breiðablik á að mæta Rosenborg í Noregi í Evrópudeildinni eftir tvær vikur en ekki er staðfest ennþá með leikstaði á þessum leikjum.

Víkingur R. mætir Olimpija Ljubljana frá Slóveníu í Evrópudeildinni en sá leikur fer fram í Slóveníu.

Sjá einnig:
Allt brjálað í Skotlandi - Verður KR dæmdur sigur gegn Celtic?
Óvissa með Evrópuleik Blika - Mögulegt að þeim verði dæmdur sigur gegn Rosenborg?
Athugasemdir
banner
banner
banner