Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. ágúst 2020 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Víkings R. hótaði að meiða samherja sína
Carl Dickinson
Carl Dickinson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dickinson í leik með Watford
Dickinson í leik með Watford
Mynd: Getty Images
Carl Dickinson, fyrrum leikmaður Víkings R., hótaði að meiða samherja sína hjá Watford árið 2013 eftir rifrildi hans við stjórnarmenn félagsins.

Dickinson, sem er 33 ára gamall í dag, ræddi um ferilinn í hlaðvarpsþættinum Undr The Cosh en hann er vel kunnugur Íslendingum eftir að hafa spilað með Víkingi R. árið 2006.

Hann var þá lánaður til Víkings frá Stoke en hann spilaði aðeins tvo leiki með liðinu í Landsbankadeildinni áður en hann fór aftur til Englands.

Dickinson rifjar upp sögu af því er hann spilaði með Watford en hann lék með liðinu frá 2011 til 2013. Hann fór fram á að rifta samningnum árið 2013 en Watford var aðeins tilbúið til að borga honum 50 prósent af samningnum.

Hann var afar ósáttur með það og ræddi við Gianfranco Zola, sem var þá stjóri félagsins og aðra stjórnarmenn félagsins og hótaði meðal annars að meiða samherja sína.

„Hlustið á mig. Ég hef mætt í vinnuna á hverjum degi og aldrei komið mér í gang og því verðið þið að leyfa mér að fara," sagði Dickinson.

„Þeir sögðu við mig að þeir ætluðu að gefa mér 50 prósent af samningnum til að rifta. Ég sagði þeim að halda aðeins í hestana sína og greindi þeim frá því að ég hafði aldrei gert neitt rangt en þeir sögðu að svona væri þetta bara."

„Er þetta bara svona? Ég mun mæta á æfingar og meiða alla fokking nýju leikmennina,"
sagði Dickinson við stjórnina.

Watford endaði á samþykkja að greiða upp allan samninginn en Dickinson segir að þetta hafi verið úr karakter hjá honum að veðrast svona upp.

„Ég hef aldrei gert eitthvað svona áður og vildi aldrei gera þetta en framkoma þeirra í minn garð var komin á það stig að ég þurfti að gera þetta. Ég hafði aldrei gert neitt rangt, mætti á æfingasvæðið og hljóp af mér rassgatið á hverjum degi og svo svo sagði ég þeim að ég myndi meiða nýju leikmennina. Tveimur dögum síðar var ég farinn frá félaginu."

„Ég sagði þetta við Zola og náunga sem var yfir honum en samt undirmaður eigandans. Það var mikið af fólki í kringum klúbbinn og maður vissi ekki hvaða stöðum allt þetta fólk var að gegna,"
sagði hann í lokin.

Dickinson spilar í dag með Yeovil Town í ensku utandeildinni en hann hefur einnig leikið með félögum á borð við Portsmouth, Notts County, Barnsley, Blackpool, Leeds og Port Vale.
Athugasemdir
banner
banner