Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku hógvær í viðtali: Barella var maður leiksins
Romelu Lukaku er kominn með 31 mark á leiktíðinni
Romelu Lukaku er kominn með 31 mark á leiktíðinni
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, framherji Inter, var afar hógvær í viðtali eftir 2-1 sigur Inter á Bayer Leverkusen en hann sló fimmtán ára gamalt met Alan Shearer í leiknum.

Lukaku skoraði níunda Evrópudeildarleikinn í röð er hann gerði seinna mark Inter í leiknum í gær en hann sló þar fimmtán ára gamalt met Alan Shearer en enski framherjinn skoraði átta leiki í röð með Newcastle í UEFA-bikarnum.

Lukaku vildi þó lítið tala um metið og hrósaði Nicolo Barella sérstaklega eftir leikinn.

„Met eru met en sigurinn var svo mikilvægur. Leverkusen er lið með mikil gæði og frábæran þjálfara. Við gerðum mörk mistök í sóknarlínunni og kláruðum ekki færin," sagið Lukaku.

„Vörnin gerði frábærlega og persónulega þá fannst mér Barella vera maður leiksins. Hann hefur verið ótrúlegur síðustu vikur og er alls staðar á vellinum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner