Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. ágúst 2020 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Nuno Espirito Santo: Þurfum að styrkja hópinn
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, er stoltur af leikmönnum sínum eftir hetjulega baráttu gegn Sevilla en sigurmark spænska liðsins kom undir lok leiksins.

Wolves hefur gert fräbæra hluti frá því liðið kom úr B-deildinni en liðið náði sér strax í Evrópudeildarsæti og hafnaði svo í 6. sæti á þessari leiktíð.

Liðið kom sér alla leið í 8-liða úrslit þetta árið í Evrópudeildinni og er Nuno stoltur af drengjunum.

„Þetta hefur verið löng vegferð. Við vildum komast eins langt og við gátum og allir eru vonsviknir en við megum ekki horfa framhjá því hvaða vinnu við höfum lagt í verkefnið síðustu fjórtán mánuði," sagði Nuno.

„Við ættum að undirbúa okkur vel fyrir næsta tímabil og taka góðar ákvarðanir svo við getum haldið áfram að vaxa."

„Nú þurfum við að fara yfir tímabilið. Liðið byrjaði leikinn alveg eins og í byrjun tímabils. Við gerðum mistök sem við getum ekki endurtekið. Við þurfum leikmenn sem geta styrkt okkur, það er enginn vafi á því

„Þetta snýst ekki um hvað við biðjum um. Við vinnum bara eftir ákveðnu verklagi. Við þurfum að horfa til framtíðar og sjá hvað við þurfum. Félagið hefur verið frábært og við byrjuðum í ensku B-deildinni. Við höfum tekið góðar ákvarðanir sem hjálpar við að styrkja félagið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner