fim 11. ágúst 2022 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Víkings í Poznan: Ein breyting frá fyrri leiknum
Viktor Örlygur Andrason.
Viktor Örlygur Andrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Víkings fyrir seinni leikinn gegn Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar er klárt.

Víkingur vann fyrri leikinn 1-0 og er í góðum möguleika á því að fara í umspilið um sæti í riðlakeppninni.

Lestu um leikinn: Lech Poznan 4 -  1 Víkingur R.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerir eina breytingu frá fyrri leiknum á heimavelli. Viktor Örlygur Andrason kemur inn í staðinn fyrir Birni Snæ Ingason.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 og er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Þetta er risastór leikur fyrir íslenskan fótbolta.

Byrjunarlið Víkinga:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason
20. Júlíus Magnússon
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
Athugasemdir
banner