Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 11. ágúst 2022 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: West Brom sló Sheffield Utd úr leik
Karlan Grant gerði eina mark leiksins.
Karlan Grant gerði eina mark leiksins.
Mynd: EPA

West Brom 1 - 0 Sheffield United
1-0 Karlan Grant ('73)


West Bromwich Albion tók á móti Sheffield United í eina leik kvöldsins í enska deildabikarnum og jafnframt stærsta leik fyrstu umferðar bikarsins.

West Brom var talsvert betra liðið á vellinum í dag og stjórnaði gangi leiksins. Karlan Grant skoraði á 73. mínútu og reyndist það eina markið í verðskulduðum sigri.

Hálf Championship deildin er nú þegar dottin úr leik eftir eina umferð og eru þrettán úrvalsdeildarfélög að bætast við keppnina í næstu umferð sem hefst 22. ágúst.

Sjö síðustu úrvalsdeildarliðin mæta loks til leiks í þriðju umferð.


Athugasemdir
banner