De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   sun 11. ágúst 2024 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Jafnt í Árbænum
Emil Ásmundsson
Emil Ásmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir 1 - 1 KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('59 )
1-1 Emil Ásmundsson ('72 )
Lestu um leikinn


Fylkir og KA skildu jöfn í Árbænum í kvöld.

Fylkismenn byrjuðu leikinn betur en Halldór Jón Sigurður komst í gott færi en tókst ekki að skora. KA menn unnu sig inn í leikiinn en staðan var markalaus í hálfleik.

Ásgeir Sigurgeirsson braut ísinn eftir klukkutíma leik þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Hrannari Birni Steingrímssyni.

Norðanmenn voru ekki lengi með forystuna þar sem Emil Ásmundsson skallaði boltann í netið. Emil hefði svo getað tryggt heimamönnum sigurinn undir lok leiksins en hann mokaði boltanum yfir markið. Jafntefli niðurstaðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner