Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 11. september 2019 15:44
Fótbolti.net
Willum farinn að banka fast á A-landsliðsdyrnar?
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hár meðalaldur íslenska A-landsliðsins hefur talsvert verið í umræðunni en í nýjasta Innkastinu, sem kom út í dag, var rætt um yngri leikmenn sem eru farnir að banka á dyrnar.

Miðjumaðurinn Willum Þór Willumsson var þar nefndur meðal annarra sem gætu orðið hluti af endurnýjun A-landsliðsins.

„U21 landsliðið okkar var að spila þarna tvo leiki á heimavelli hamingjunnar og besti leikmaður Íslands í báðum leikjunum var Willum," segir Elvar Geir Magnússon.

„Það er gaur sem er stór og stæðilegur og hann er orðinn enn meiri skrokkur. Það er þvílíkt 'presence' sem hann hefur á vellinum. Starfslið KSÍ talar um að það sjáist munur á honum milli verkefna."

„Hann er að spila helling með BATE Borisov. Þegar ég var að horfa á þessa U21-leiki var ég að pæla hvort hann væri ekki ógeðslega nálægt A-landsliðinu, allavega miðað við hvernig þróunin er hjá honum. Hann verður 21 árs í næsta mánuði svo hann er ekki krakki," segir Elvar.

„Maður hefur bara heyrt góða hluti og framtíðin er hans," segir Tómas.

„Svo er það líka spurningin hvort þú viljir kalla hann inn í A-landsliðshóp og hann spilar ekki mínútu eða hvort þú viljir láta hann spila með U21? Gefa honum alþjóðlega reynslu? Hann kemur til með að koma í A-landsliðið, það er bara spurning hvenær," segir Magnús Már Einarsson.
Innkastið - Leitað að blóraböggli
Athugasemdir
banner
banner
banner