„Það munaði ekki miklu en þess þó sætara. Það er ekki oft sem maður fagnar jafnteflum en ég gerði það núna þegar maður klárar leikinn á síðustu spyrnunni," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 2 - 2 jafntefli við Kórdrengi í Breiðholtinu í kvöld en jöfnunarmarkið skoraði Guðmundur Magnússon í blálokin á uppbótartíma.
Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 - 2 Fram
„Leikurinn bar þess pínu keim að það var ekkert mikið undir hjá liðunum en heilt yfir var þetta ágætis fótboltaleikur. Mér fannst við vera undir í seinni hálfleiknum en yfir í fyrri," bætti hann við.
Framarar eru þegar búnir að vinna deildina en hvað mótiverar þá að fara í leikina.
„Það eru einhver met í boði og við getum ennþá farið taplausir í gegnum þetta. Þetta var stórt skref til þess og það er það eina. Mér fannst við samt mæta vel í leikinn."
Nánar er rætt við Nonna í spilaranum að ofan.
Athugasemdir