Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   lau 11. september 2021 17:01
Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveins: Ekki oft sem maður fagnar jafnteflum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það munaði ekki miklu en þess þó sætara. Það er ekki oft sem maður fagnar jafnteflum en ég gerði það núna þegar maður klárar leikinn á síðustu spyrnunni," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 2 - 2 jafntefli við Kórdrengi í Breiðholtinu í kvöld en jöfnunarmarkið skoraði Guðmundur Magnússon í blálokin á uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  2 Fram

„Leikurinn bar þess pínu keim að það var ekkert mikið undir hjá liðunum en heilt yfir var þetta ágætis fótboltaleikur. Mér fannst við vera undir í seinni hálfleiknum en yfir í fyrri," bætti hann við.

Framarar eru þegar búnir að vinna deildina en hvað mótiverar þá að fara í leikina.

„Það eru einhver met í boði og við getum ennþá farið taplausir í gegnum þetta. Þetta var stórt skref til þess og það er það eina. Mér fannst við samt mæta vel í leikinn."

Nánar er rætt við Nonna í spilaranum að ofan.
Athugasemdir