Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon lék á dögunum sinn fyrsta leik í tæpt ár en hann er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband í byrjun síðasta tímabils.
Hörður meiddist í grannaslag með Panathinaikos gegn AEK Aþenu í lok september á síðasta ári.
Eftir langa og stranga endurhæfingu snéri hann aftur til æfinga í lok sumars.
Á dögunum lék hann allan leikinn í æfingaleik gegn Levadiakos, en það var hans fyrsti leikur í tæpt ár.
Mikil óvissa var um stöðuna á meiðslum Harðar og fór því svo að hann var ekki skráður í Evrópuhóp Panathinaikos sem spilar í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fyrir áramót.
Á tveimur árum sínum hjá félaginu hefur hann spilað 37 leiki og skorað 2 mörk.
Athugasemdir