Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   mið 11. september 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
„Hann þekkir alla leikmenn í öllum deildum“
Angel Gomes í leiknum í gær.
Angel Gomes í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Lee Carsley bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins segir miðjumanninn Angel Gomes eiga allt hrós skilið.

Þessi 24 ára leikmaður Lille var í byrjunarlið Englands í 2-0 sigrinum gegn Finnlandi í Þjóðadeildinni í gær. Daily Mail segir hann hafa verið hjartað í öllu jákvæða í enska liðinu og náð vel saman með Declan Rice á miðsvæðinu.

„Hann elskar fótbolta, hann horfir á fótbolta, hefur áhuga á leikfræði og þekkir alla leikmenn í öllum deildum," segir Carsley.

„Ef maður segir sína skoðun þá þarf maður að vera viðbúinn því að hann segir sína skoðun; varðandi æfingar, leikáætlun eða stöður. Hann spilar í Frakklandi og sér stundum aðra hluti."

Gomes skoraði hátt í sendingatölfræði í leiknum í gær og fékk hrós frá sparkspekingum. Hann lék aðeins tíu aðalliðsleiki fyrir Manchester United áður en hann ákvað að yfirgefa uppeldisfélag sitt fyrir meiri spiltíma.

Hann hefur skapað sér nafn í Frakklandi þar sem hann er samherji Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille.
Athugasemdir
banner
banner
banner