Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
   fim 05. september 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yfirgaf Man Utd til að verða betri leikmaður og betri manneskja
Angel Gomes í leik með Manchester United
Angel Gomes í leik með Manchester United
Mynd: Getty Images

Angel Gomes er einn af fjórum nýliðum í enska landsliðshópnum sem mætir Norður-Írlandi og Finnlandi í Þjóðadeildinni á næstu dögum.

Þessi 24 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá Man Utd en spilaði aðeins 46 mínútur í úrvalsdeildinni áður en hann gekk til liðs við Lille í Frakklandi árið 2020.


Hann var hluti af liðinu sem tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

„Hugmyndin var að bæta mig sem leikmaður og manneskja þegar ég yfirgaf Man Utd. Ég vissi að ég gæti skapað mér leið að þeirri stöðu sem ég er í dag," sagði Gomes.

„Það var erfitt að yfirgefa félagið sem ég var í frá sex ára aldri og fara út í eitthvað sem ég þekkti ekki fyrir mig persónulega."

Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins þjálfaði Gomes í u21 árs landsliðinu sem varð Evrópumeistari síðasta sumar.


Athugasemdir
banner