Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   mið 11. september 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vonast til að Kimmich ljúki ferlinum hjá Bayern

Herbert Hainer, forseti Bayern Munchen, vonast til að Joshua Kimmich ljúki ferlinum hjá félaginu en samnigur hans við Bayern rennur út á næsta ári.


Framtíð hans hefur verið í lausu lofti undanfarið en hann var orðaður við PSG í sumar. Það hefur verið staðfest að Bayern er í viðræðum við hann um nýjan samning.

Þessi 29 ára gamli leikmaður á væntanlega nokkur ár eftir í boltanum.

„Ég yrði mjög ánægður ef Joshua myndi ljúka ferlinum hjá Bayern en ekki á næsta ári. Frekar eftir mjög, mjög mörg ár," sagði Hainer.


Athugasemdir