Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 11. september 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vonast til að Kimmich ljúki ferlinum hjá Bayern
Mynd: Getty Images

Herbert Hainer, forseti Bayern Munchen, vonast til að Joshua Kimmich ljúki ferlinum hjá félaginu en samnigur hans við Bayern rennur út á næsta ári.


Framtíð hans hefur verið í lausu lofti undanfarið en hann var orðaður við PSG í sumar. Það hefur verið staðfest að Bayern er í viðræðum við hann um nýjan samning.

Þessi 29 ára gamli leikmaður á væntanlega nokkur ár eftir í boltanum.

„Ég yrði mjög ánægður ef Joshua myndi ljúka ferlinum hjá Bayern en ekki á næsta ári. Frekar eftir mjög, mjög mörg ár," sagði Hainer.


Athugasemdir
banner
banner