Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. október 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sakar Solskjær um lygar - „Hann verður að fara í janúar"
Donny van de Beek og Ole Gunnar Solskjær
Donny van de Beek og Ole Gunnar Solskjær
Mynd: EPA
Eina sem kemst fyrir í umræðunni í Manchester-borg þessa dagana virðist vera endalaus bekkjarseta hollenska miðjumannsins Donny van de Beek en Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, tekur nú upp hanskann fyrir leikmanninn og sakar Ole Gunnar Solskjær um lygar.

Van de Beek var keyptur til United fyrir ári síðan frá Ajax og þótti hann ein mest spennandi kaupin í heiminum.

Hann var tilnefndur til Ballon d'Or-verðlaunanna í desember árið 2019 fyrir frammistöðu hans með Ajax og virtist þetta vera leikmaður á uppleið.

Van de Beek á þó erfitt með að fá tækifæri á Old Trafford þrátt fyrir slaka frammistöðu annarra miðjumanna og telur Ince að Solskjær hafi einfaldlega logið að leikmanninum.

„Fyrsta sem ég myndi spyrja sem leikmaður ef það væri verið að kaupa toppleikmann frá Ajax væri: Er ég að fara að spila? Hvar hafðiru hugsað þér að koma mér fyrir í kerfinu og í liðinu?," sagði Ince og spurði.

„Þú hefur tvo möguleika sem knattspyrnustjóri og það er að segja sannleikann eða ljúga. Miðað við það sem ég hef séð síðasta eina og hálfa árið er að Solskjær sagði Donny ekki sannleikann. Hann hefur ekkert fengið að spila og þú ert með 35 milljónir punda á bekknum."

„Ég get skilið það ef ég væri á bekknum og liðið væri að vinna og spila vel, en þú getur ekki sagt mér að Fred og McTominay séu að spila vel í hverri viku eða Paul Pogba, því þeir eru ekki að gera það."

„Hann spilar þeim samt í öllum leikjum og maður situr þarna og horfir á þá spila. Ég væri brjálaður ef þetta væri ég. Hann hefur verið alger fagmaður og gert allt eftir bókinni. Ole segir ítrekað að hann er í plönunum hjá honum en hann er augljóslega að ljúga því. Donny verður að fara í janúar til, það er best fyrir ferilinn hans,"
sagði Ince í lokin.
Athugasemdir
banner
banner