Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 11. október 2022 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu Glódísi jafna metin í Portúgal - „Sú langbesta"
Icelandair
Glódís Perla stangaði boltann í netið og allt opið í þessum leik!
Glódís Perla stangaði boltann í netið og allt opið í þessum leik!
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir er búin að jafna metin gegn Portúgal og er staðan því 1-1 í umspili um sæti á HM.

Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Portúgalska liðið komst yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hafði brotið af sér. Dómari leiksins gaf Áslaugu rauða spjaldið.

Íslenska liðið svaraði strax með jöfnunarmarki. Glódís Perla skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu frá Selmu Sól Magnúsdóttur og staðan 1-1.

Það er nóg eftir í þessu og von fyrir Ísland að komast í fyrsta sinn á HM en mark Glódísar má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir