Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2019 13:40
Brynjar Ingi Erluson
Capello: Ronaldo verður að virða liðsfélagana
Fabio Capello er óánægður með Ronaldo
Fabio Capello er óánægður með Ronaldo
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrum þjálfari Juventus á Ítalíu, segir Cristiano Ronaldo að virða liðsfélaga sína en hann var afar ósáttur eftir 1-0 sigurinn á AC Milan um helgina.

Ronaldo var skipt af velli annan leikinn í röð í gær er Juventus vann MIlan en hann fór af velli á 55. mínútu.

Paulo Dybala kom inn fyrir Ronaldo og skoraði sigurmarkið í leiknum.

Ronaldo fór af velli og beint inn í búningsklefa en hann yfirgaf völlinn áður en leikurinn kláraðist og hefur fengið mikla gagnrýni fyrir það.

„Cristiano er mikill meistari og það er enginn að deila um það en hann hefur ekki farið framhjá leikmanni í þrjú ár. Hann er ekki upp á sitt besta og það er eðlilegt að skipta honum af velli," sagði Capello.

„Sarri þarf ekki hugrekki til að gera þessa skiptingu en það er ekkert svakalega fallegt að hann ákvað fara inn ú búningsklefa hvað þá rífast við Sarri. Hann þarf að taka þessu með sæmd þegar honum er skipt af velli ekki bara þegar það gengur vel. Hann verður að virða liðsfélaga sína," sagði Capello.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner