Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   mán 11. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mertens sagður hafa samþykkt að ganga í raðir Inter
Ítölsku fjölmiðlarnir Corriere dello Sport og Gazetta dello Sport segja frá því að belgíski sóknarmaðurinn Dries Mertens sé búinn að samþykkja að ganga í raðir Inter.

Samningur hans við Napoli rennur út næsta sumar og getur hann því farið á frjálsri sölu.

Sagt er að hann muni skrifa undir tveggja ára samning og fá fyrir það 6 milljónir evra á tímabili.

Staðan er ekki góð hjá Napoli í augnablikinu, en fréttir bárust af því í síðustu viku að félagið væri að lögsækja eigin leikmenn eftir að þeir neituðu að fara í æfingabúðir eftir jafntefli gegn RB Salzburg í Meistaradeildinni.

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, vildi að leikmenn liðsins færu beint á æfingasvæðið, en leikmennirnir voru ósáttir við það. Talið er að Carlo Ancelotti hafi einnig verið á móti hugmyndinni.

Daily Mail segir að De Laurentiis hafi áður gefið það í skyn að hann vilji ekki halda Mertens hjá félaginu nema að Belginn taki á sig launalækkun.

Hinum 32 ára gamla Mertens er frjálst að ræða við önnur félög í janúar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner