Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 11. nóvember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sporting tilkynnir eftirmann Amorim
Joao Pereira.
Joao Pereira.
Mynd: Sporting
Sporting hefur opinberað það að Joao Pereira sé tekinn við liðinu af Ruben Amorim.

Amorim hefur verið ráðinn stjóri Manchester United og tekur núna við liðinu.

Pereira tekur við Sporting eftir að hafa starfað sem þjálfari varaliðs félagsins síðustu árin.

Pereira átti þrjá kafla sem leikmaður Sporting og var í hópnum hjá Amorim sem vann portúgalska meistaratitilinn 2021. Hann lék sem hægri bakvörður og á 40 landsleiki fyrir Portúgal á ferilskránni.

Amorim hefur sjálfur talað um Pereira sem efnilegan þjálfara og sagt að hann gæti orðið framtíðarþjálfari Sporting. Undir stjórn Periera hefur varaliðið leikið nákvæmlega sama kerfi og aðalliðið.

Athugasemdir
banner
banner
banner