Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. desember 2019 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liðin sextán sem verða í pottinum á mánudaginn
Mynd: Getty Images
Riðlakeppninni í Meistaradeildinni lauk í kvöld, engin stórkostlega óvænt úrslit litu dagsins ljós og aðeins tvö lið áttu eftir að tryggja sig áfram.

Atalanta komst áfram eftir sterkan útisigur á Shakhtar og Atletico tryggði sig áfram með heimasigri á Lokomotiv.

Hér að neðan má sjá sigurvegarana úr riðlunum átta og liðin sem enduðu í öðru sæti. Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn.

Lið sem endar í fyrsta sæti getur ekki mætt öðru liði sem endaði í fyrsta sæti. Þá má það ekki mæta liði frá sama landi og ekki liði sem það lék með í riðlinum.

Liverpool, sem endaði í efsta sæti síns riðils, mætti því ekki mæta Tottenham, Chelsea og Napoli af þeim liðum sem enduðu í öðru sæti. Lið frá sama landi og úr sama riðli mega mætast í 8-liða úrslitunum.

Sigurvegarar riðlanna:
PSG
Bayern Munchen
Manchester City
Juventus
Liverpool
Barcelona
RB Leipzig
Valencia

Liðin í öðru sæti:
Real Madrid
Tottenham
Atalanta
Atletico Madrid
Napoli
Borussia Dortmund
Lyon
Chelsea
Athugasemdir
banner
banner