sun 12. janúar 2020 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Gedson Fernandes flýgur til Englands - Semur við Tottenham
Benfica og Tottenham hafa náð saman um Gedson Fernandes
Benfica og Tottenham hafa náð saman um Gedson Fernandes
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Gedson Fernandes mun fljúga til Englands á næstu tveimur sólarhringum og ganga frá félagaskiptum sínum til Tottenham en Sky Sports greinir frá þessu í kvöld.

Gedson, sem er 21 árs gamall, þykir einn efnilegasti miðjumaður portúgölsku deildarinnar en hann hefur spilað þrettán leiki með Benfica á þessari leiktíð og lagt upp eitt mark.

West Ham United var búið að ná samkomulagi við Benfica um að fá Gedson á eins og hálfs árs láni með möguleika á að kaupa hann en Tottenham er nú að stela honum af David Moyes og félögum.

Tottenham lagði fram sama tilboð og West Ham og samþykkti Benfica það.

Samkvæmt Sky Sports þá mun Gedson fljúga til Englands á næstu tveimur sólarhringum og ganga frá skiptum sínum til Tottenham en hann á þó eftir að komast að samkomulagi um launamál, eitthvað sem ætti ekki að flækjast fyrir að sögn Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner