Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   þri 12. janúar 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tvö félög í La Liga reka stjóra sína
Tveir stjórar í spænsku deildinni La Liga fengu uppsagnarbréf í morgun.

Huesca, sem er í neðsta sæti deildarinnar, hefur rekið Michel eftir að liðið tapaði 2-0 gegn Real Betis í gær.

Huesca hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu en liðið vann B-deildina undir stjórn Michel á síðasta tímabili.

Asier Garitano, fyrrum stjóri Leganes og Real Sociedad, mun væntanlega taka við stjórnartaumunum hjá Huesca.

Þá hefur Pablo Machin verið rekinn úr stjórastól Alaves en liðið er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. 3-1 tap gegn Cadiz á sunnudag reyndist kveðjuleikur Machin

Stigasöfnun Alaves hefur ekki gengið að óskum en liðið hefur sótt stigin úr óvæntum áttum. Liðið hefur unnið Real Madrid og gert jafntefli gegn Barcelona. Þá vann liðið Athletic Bilbao.

Machin hefur stýrt fjórum liðum í La Liga á fjórum árum. Það vakti athygli þegar hann kom Girona upp í deildina, hann tók svo við Sevilla og Espanyol en var rekinn frá báðum félögum áður en hann tók við Alaves.

Uppfært 15:30 - Abelardo Fernandez, fyrrum varnarmaður Barcelona, hefur verið ráðinn stjóri Alaves út tímabilið. Hann hefur áður verið við stjórnvölinn hjá félaginu.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner