Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fim 12. janúar 2023 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Fiorentina í 8-liða úrslit
Antonin Barak skoraði sigurmark Fiorentina
Antonin Barak skoraði sigurmark Fiorentina
Mynd: EPA
Fiorentina 1 - 0 Sampdoria
1-0 Antonin Barak ('25 )
Rautt spjald: Jeison Murillo, Sampdoria ('90)

Fiorentina er komið í 8-liða úrslit ítalska bikarsins eftir 1-0 sigur á Sampdoria í Flórens í kvöld.

Tékkneski sóknarmaðurinn Antonin Barak skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu. Hann tók boltann á lofti í teignum og þrumaði honum efst í hægra hornið.

Luka Jovic kom einnig boltanum í mark Sampdoria en það var dæmt ógilt.

Kólumbíski varnarmaðurinn Jeison Murillo fékk að líta rauða spjaldið í liði Sampdoria undir lok leiks áður en flautað var til leiksloka.

Fiorentina því komið í 8-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner