Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. janúar 2023 20:23
Elvar Geir Magnússon
Skipað að sýna Infantino, en ekki þegar hann var í símanum
Infantino mætti á alla leikina á HM.
Infantino mætti á alla leikina á HM.
Mynd: screenshot - SporTV/beIN Sports
Sjónvarpsfólki á HM í Katar var skipað að sýna Gianni Infantino, forseta FIFA, að minnsta kosti einu sinni í mynd á hverjum leik á HM. Þá var þeim sagt að passa upp á að sýna hann ekki þegar hann væri í símanum.

The Times greinir frá því að skipanirnar hefðu komið frá HBS, svissneska útsendingarfyrirtækinu sem FIFA notar í útsendingar frá HM.

Infantino mætti á alla 64 leikina á HM í Katar og í einni útsendingunni var hann sýndur í símanum. Stjórnandi útsendingar frá þeim leik var áminntur.

HBS og FIFA vildu ekkert tjá sig þegar Times leitaði eftir því.

Infantino er umdeildur og hefur ásamt FIFA fengið mikla gagnrýni eftir að HM var haldið í Katar, þar sem fyrirliðum var bannað að bera regnbogaband.


Athugasemdir
banner
banner
banner