Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. febrúar 2020 22:45
Aksentije Milisic
Clattenburg: Moss tók áhættu með ummæli sín við Gosling
Mynd: Getty Images
Mark Clattenburg, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að Jon Moss hafi tekið áhættu með því að segja við Dan Gosling, leikmann Bournemouth, að lið hans sé ennþá í fallsvæðinu.

Gosling var allt annað en sáttur með ummæli Moss en Bournemouth ku hafa haft samband við ensku úrvalsdeildina og kvartað yfir Moss.

„Ég lenti í svipuðu atviki með Adam Lallana í leik Southampton og Everton. Hann lét mig heyra það mjög oft og ég gat auðveldlega rekið hann útaf. Í staðinn fyrir að gera það sagði ég við hann: Þú hefur breyst síðan þú byrjaðir að spila með landsliðinu," sagði Clattenburg.

„Moss hefur mögulega reynt að gera það sama með Dan Gosling í þessu atviki. Ég skil Moss vel, þetta er betra heldur en að vera spjalda endalaust. En þetta er áhætta og Gosling hefur sakað hann um óvirðingu."

Spurning er hvort að enska knattspyrnusambandið geri eitthvað í þessu máli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner