Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   fim 12. mars 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Simeone: Oblak er okkar Messi
Slóvenski markvörðurinn Jan Oblak átti magnaða frammistöðu þegar Atletico Madrid sló út Liverpool með 3-2 sigri í Meistaradeildinni í gær.

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, var himinlifandi með frammistöðu Oblak.

„Oblak er gríðarlega mikilvægur, við erum með besta markvörð heims. Það er staðreynd. Hann er okkur mikilvægur eins og Messi er fyrir Barcelona," segir Simeone.

Á meðan Oblak lék á als oddi var Adrian, markvörður Liverpool, í miklum vandræðum.
Athugasemdir
banner
banner