Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. mars 2022 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Hreinsun hjá PSG - Forsetinn, Pochettino og Leonardo fara í sumar
Nasser Al-Khelaifi
Nasser Al-Khelaifi
Mynd: Getty Images
Leonardo og Mauricio Pochettino eru báðir á förum
Leonardo og Mauricio Pochettino eru báðir á förum
Mynd: EPA
Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain í Frakklandi, verður ekki áfram hjá félaginu en þetta segir franski blaðamaðurinn Romain Molina.

PSG datt út úr Meistaradeild Evrópu á dögunum eftir 3-1 tap gegn Real Madrid en eftir leikinn átti sér stað óumflýjanleg atburðarás.

Leikmenn rifust inn í klefa og forseti félagsins, ásamt Leonardo, yfirmanni íþróttamála, lentu upp á kant við dómara leiksins.

Samkvæmt fréttum síðustu daga er það ljóst að Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, er á förum og mun yfirgefa félagið eftir tímabilið ásamt Kylian Mbappe sem er að ganga í raðir Real Madrid á frjálsri sölu.

PSG er þá í leit að nýjum yfirmanni íþróttamála en Leonardo verður sagt upp störfum. Mikil óánægja er með störf hans og vill félagið fá Fabio Paratici frá Tottenham í stað hans.

Al-Khelaifi, forseti PSG, var skipað á fund með eigendum félagsins í Katar eftir að liðið datt úr Meistaradeildinni og voru næstu skref rædd en það er útlit fyrir að hann hætti sem forseti félagsins en þetta segir Molina.

Talið er að Angel Di Maria og Neymar gætu einnig yfirgefið félagið í sumar og verður gerð allsherjar hreinsun innan félagsins áður en það reynir aftur við Meistaradeildina á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner