Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. apríl 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Er ekki sammála Gundogan
Ilkay Gundogan.
Ilkay Gundogan.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er ekki sammála ummælum leikmanns síns, Ilkay Gundogan, sem sagðist finna fyrir stressi hjá City þegar kemur að Meistaradeildinni.

„Ég er ekki sammála honum, alls ekki," sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

„Í seinni hálfleiknum vorum við með alla stjórn. Liðið var andlega sterkt í þessum leik."

Þetta sagði Gundogan:
„Við vorum ekki nægilega hugrakkir í leiknum og gerðum mörg mistök sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Ég hef það á tilfinningunni að við séum of stressaðir í mikilvægum Meistaradeildarleikjum," sagði Gundogan eftir 1-0 tap gegn Tottenham í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við erum alltaf að taka rangar ákvarðanir. Neikvæðir hlutir, eins og vítaklúðrið hjá Aguero, draga úr okkur mátt. Þetta má ekki gerast gegn góðum liðum."

Þessum ummælum er Guardiola ekki sammála. City mætir Crystal Palace á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner