Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. apríl 2021 13:49
Elvar Geir Magnússon
Kórdrengir fá þrjá breska leikmenn (Staðfest)
Einn Breti í hverja línu!
Einn Breti í hverja línu!
Mynd: Kórdrengir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír breskir leikmenn hafa samið við Kórdrengi fyrir tímabilið í Lengjudeildinni. Þeir eru komnir til landsins og eru í sóttkví.

Um er að ræða miðvörðinn Nathan Dale, miðjumanninn Conner Rennison og framherjann Connor Simpson.

Kórdrengir komust upp úr 2. deildinni í fyrra en þeir leika heimaleiki sína á gervigrasvelli Leiknis í Breiðholti. Davíð Smári Lamude er þjálfari liðsins en aðstoðarmaður hans er Heiðar Helguson.

Dale er 21 árs örvfættur miðvörður sem er uppalinn hjá Middlesbrough þar sem hann var hann fastamaður í U23 liði Boro og æfði reglulega með aðalliðinu þegar jonathan Woodgate var þar í brúnni.

„Eftir að Woodgate fór gekk Dale til liðs við Gateshead en vegna Covid-19 fór það tímabil aldrei af stað og opnaðist því möguleikinn á að hann gengi til liðs við okkur Kórdrengi. Nathan er virkilega góður á boltann og getur spilað sem miðvörður, vinstri bakvörður og djúpur miðjumaður," segir í tilkynningu Kórdrengja.

Conner Rennison er 18 ára vinnusamur miðjumaður sem kemur upp úr Hartlepool United akademíunni. Í tilkynningu Kórdrengja segir að mörg félög í efstu deild á Englandi hafi haft áhuga á honum en hann hafi slitið krossband sem hægði á uppgangi ferilsins.

Simpson er 21 árs kraftmikill framherji og heilir 196 cm á hæð. Hann er fyrrum leikmaður Hartlepool United, Preston North End og Cork City.

„Connor hefur undanfarið verið að æfa með Norwich City og Sunderland en hefur ákveðið að flytja til Íslands eftir gott spjall við Davíð Smára og Heiðar Helguson. Tvíeykinu tókst að sannfæra hann um að þetta væri flott skref að taka fyrir hans feril," segir í tilkynningu Kórdrengja.

𝗟𝗘𝗜𝗞𝗠𝗔𝗡𝗡𝗔𝗠𝗔́𝗟

Kórdrengir hafa samið við þrjá breska leikmenn sem nú þegar eru komnir til landsins og eru í sóttkví....

Posted by Kórdrengir on Mánudagur, 12. apríl 2021

Athugasemdir
banner
banner