Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville segir það augljóst að Parris sé í heimsklassa
Parris er mikilvæg fyrir enska landsliðið.
Parris er mikilvæg fyrir enska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, segir að Nikita Parris sé komin í heimsklassa. Það sé frekar augljóst.

Parris lék sinn fyrsta leik á HM um síðustu helgi er hún skoraði í 2-1 sigri England á Skotlandi. Parris skoraði af vítapunktinum á 14. mínútu.

Hinn 25 ára gamla Parris hefur skorað 13 mörk í 35 landsleikjum og var hún markahæst í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Parris er fædd í Liverpool og steig sín fyrstu skref með Everton áður en hún fór til Manchester City. Hún stóð sig það vel með Man City að sexfaldir Evrópumeistarar Lyon bönkuðu á dyrnar og mun hún spila í Frakklandi á næsta tímabili.

„Hún er í heimsklassa, það er augljóst," sagði Neville um Parris. „Hún verður að halda áfram að skora mörk, hún verður að halda áfram að bæta sig."

Parris verður í lykilhlutverki hjá Englandi á þessu Heimsmeistaramóti. Næsti leikur Englands er gegn Argentínu á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner