mið 12. júní 2019 12:55
Elvar Geir Magnússon
Vísað úr landsliði Alsír fyrir að múna við spilun á Fortnite
Haris Belkebla.
Haris Belkebla.
Mynd: Getty Images
Landsliðsþjálfari Alsír hefur ákveðið að vísa miðjumanninum Haris Belkebla úr landsliðshópnum í aðdraganda Afríkukeppninnar. Ástæðan er ansi kostuleg!

Liðsfélagi Belkebla, Alexandre Oukidja, var við spilun á Fortnite tölvuleiknum vinsæla og var því streymt út beint á netinu.

Belkebla kom sér þá í mynd og girti niður um sig fyrir framan myndavélina svo afturendinn sást.

Þetta athæfi lagðist alls ekki vel í landsliðsþjálfara Alsír en liðið hefur leik í Afríkukeppninni síðart í þessum mánuði.

Belkebla leikur fyrir Brest í frönsku B-deildinni. Hann er 25 ára og hefur enn ekki leikið opinberan landsleik fyrir Alsír. Það er útlit fyrir að einhver bið verði í hans fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner