Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 12. júní 2021 20:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Fjölnir í öðru, jafnt á Vopnafirði og Sindri gerði fimm
Fjölnir er í öðru sæti deildarinnar.
Fjölnir er í öðru sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru þrír leikir fram í 2. deild kvenna í kvöld en Fjölnir skellti sér upp í annað sæti deildarinnar.

Fjölnir mætti Álftanesi á útivelli og úr varð hörkuleikur. Fjölnir braut ísinn þegar stundarfjórðungur var eftir; María Eir Magnúsdóttir með markið.

Fjölnir er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Fjarðab/Hetti/Leikni sem hefur unnið alla sína leiki. Álftanes er í tíunda sæti með þrjú stig eftir fjóra leiki spilaða.

Einherji og Hamrarnir skildu jöfn, 1-1, á Vopnafirði þar sem bæði mörk komu í fyrri hálfleik. Í Reykjavík vann Sindri 1-5 útisigur á KM sem er á botni deildarinnar. KM er á sínu fyrsta tímabili í Íslandsmóti en þær eru án stiga, Sindri er í sjöunda sæti með sex stig eftir fjóra leiki.

KM 1 - 5 Sindri
0-1 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('7)
1-1 Guðrún Ásta Ólafsdóttir ('19)
1-2 Jovana Milinkovic ('22, víti)
1-3 Frederica Silvera Arias ('61)
1-4 Regielly Halldórsdóttir ('81)
1-5 Frederica Silvera Arias ('87)

Einherji 1 - 1 Hamrarnir
0-1 Angela Mary Helgadóttir ('17)
1-1 Amanda Lind Elmarsdóttir ('27)

Álftanes 0 - 1 Fjölnir
0-1 María Eir Magnúsdóttir ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner