Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. júní 2021 13:44
Victor Pálsson
KSÍ um mál Eiðs Smára: Upplýsum um framhaldið við fyrsta tækifæri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla, hefur verið í umræðu í dag eftir að myndband af honum í miðbæ Reykjavíkur komst í dreifingu.

Þar sést Eiður í nokkuð annarlegu ástandi og er nú talað um að hann eigi í hættu á að missa starfið hjá Knattspyrnusambandinu.

KSÍ gaf frá sér stutta tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem sambandið segist vita af málinu.

„Frá KSÍ vegna umfjöllunar um aðstoðarþjálfara A landsliðs karla. Við vitum af málinu, erum að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref og munum upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri," stendur í færslu KSÍ.

Talað er um að Eiður hafi tvo kosti í stöðunni, að annað hvort fara í meðferð eða þá missa starfið.

Eiður er að margra mati besti leikmaður í sögu Íslands en hann gerði garðinn frægan með bæði Chelsea og Barcelona.

Hann og Arnar Þór Viðarsson voru ráðir þjálfarar A-landsliðs karla undir lok síðasta árs.


Athugasemdir
banner
banner