Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 12. júní 2021 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sancho verður næst launahæsti leikmaður Manchester United
Powerade
Paulo Fonseca að taka við Tottenham?
Paulo Fonseca að taka við Tottenham?
Mynd: Getty Images
Fer Sancho til Manchester United í sumar?
Fer Sancho til Manchester United í sumar?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn á þessum laugardegi er í boði Powerade og tekinn saman af BBC.



Paulo Fonseca hefur samþykkt tveggja ára samning hjá Tottenham. (Telegraph)

Arsenal eru að undirbúa tilboð í Ben White varnarmann Brighton og enska landsliðsins. (Athletic)

Arsenal hafa einnig áhuga á Manuel Locatelli, 23 ára miðjumaður, sem sló í gegn hjá Sassuolo. (Sky Sports)

Jadon Sancho, 21, verður næst launahæsti leikmaður Manchester United, á eftir David de Gea, ef hann fer frá Dortmund í sumar. (Mail)

Sergio Ramos, 35, hefur fengið fimm ára samnings tilboð frá Sevilla. Samningur hans við Real Madrid rennur út í sumar. (esRadio)

Chelsea hefur áhuga á að kaupa Saul Niguez, 26, miðjumann Atletico Madrid. Manchester United og Juventus eru þó talin líklegust til að fá spænska landsliðsmanninn. (Mundo Deportivo)

Pólski framherjinn Robert Lewandowski, 32, er opinn fyrir því að yfirgefa Bayern Munchen. (AS)

Serge Aurier, 28, leikmaður Tottenham og landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar hefur samþykkt að ganga til liðs við PSG. (Football Insider)

Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, 22, er nálægt því að semja við PSG. Hann fer frítt frá AC Milan í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. (Calciomercato)

Jude Bellingham mun fá nýjan samning tveggja ára þegar hann verður 18 ára seinna í þessum mánuði. (bild)

Arsenal eru í viðræðum við Kieran Tierney, 24, um framlengingu á samningnum hans við félagið. (Football.London)

Arsenal hefur áhuga á að kaupa Yves Bissouma, 24, miðjumann Brighton í sumar. (90min)
Athugasemdir
banner
banner
banner