Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   mið 12. júní 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
„Átti að vera stórkostlegur mánuður en varð að martröð“
Koopmeiners í Rotterdam.
Koopmeiners í Rotterdam.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Teun Koopmeiners átti að byrja í hollenska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Íslandi en meiddist í upphitun.

Eftir skoðun kom í ljós að Koopmeiners, sem vann Evrópudeildina með Atalanta á liðnu tímabili, gæti ekki tekið þátt á Evrópumótinu

„Það sem átti að vera stórkostlegur mánuður hefur því miður breyst í martröð. Það voru gríðarleg vonbrigði og sorg þegar niðurstaðan kom úr skoðuninni. Því miður átti ég engan möguleika á því að taka þátt í mótinu," segir Koopmeiners.

„Að spila með Hollandi á lokamóti, og með svona frábærum leikmannahópi, hefði verið mikill heiður. Nú færist ég yfir í hóp stuðningsmanna sem munu hvetja liðið til dáða."

Fjarvera Koopmeiners er mikið högg fyrir Hollendinga þar sem það kom einnig í ljós í vikunni að Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, yrði ekki með á mótinu. Búið er að kalla Ian Maatsen, sem lék vel með Borussia Dortmund á nýliðnu tímabili, inn í hópinn.

Holland er með Frakklandi, Póllandi og Austurríki í riðli á EM en liðið vann 4-0 sigur gegn Íslandi í vináttulandsleik á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner