Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   mið 12. júní 2024 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með að vinna Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld við erfiðar aðstæður. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

„Ég er mjög ánægður með liðið, mér fannst við gera þetta vel á mjög erefiðum velli á móti góðu liði. Þeir spiluðu frábærlega þannig ég er mjög ánægður með liðið í dag," sagði Jökull.

Þórsliðið sem leikur í Lengjudeildinni kom Jökli ekkert á óvart.

„Eina sem kom á óvart var að ég hélt að völlurinn yrði aðeins betri. Ég finn aðeins til með Þórs liðinu að þurfa að spila við þessar aðstæður því þeir eru með góða fótboltamenn og góðan þjálfara sem vill spila góðan fótbolta. Þetta er synd fyrir þá en við munum ekki væla yfir því að spila einn leik hérna. Ég væri til í að sjá þetta Þórs lið á betri velli," sagði Jökull.

„Þetta var lokaður, hægur og fyrirsjáanlegeur leikur. Við reyndum nokkrum sinnum að spila inn í miðjuna og vorum annað hvort étnir eða þurftum að taka margar snertingar að við fengum ekkert út úr því. Ég held að okkur hafi ekki tekist að láta þeim líða illa á nokkrum tímapunkti í leiknum nema þegar þeir þurftu að horfa á eftir boltanum leka inn."

Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu?

„Skrítin, ég áttaði mig ekki á því hvort hann væri að fara framhjá eða hvort hann myndi drífa yfir línuna," sagði Jökull léttur í bragði.

„Nei, nei hún var bara góð. Ég er ánægður með að liðið er búið að vinna rosalega vel síðustu daga og leggja mikið á sig á æfingum og utan æfinga. Búið að stúdera margt gott þegar liðið uppsker. Þetta lið á það skilið, ég er mjög ánægður fyrir hönd hópsins."


Athugasemdir