Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fim 12. júní 2025 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Kvenaboltinn
Þjálfari Þórs/KA.
Þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn FH í kvöld. FH lagði Þór/KA 1-3 í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en liðin mættust í Boganum í kvöld.

Í seinni hálfleik fékk Jóhann að líta gula spjaldið frá dómara leiksins. Í viðtali eftir leikinn var hann spurður út í spjaldið nokkrum mínútum eftir að Þór/KA vildi fá átta sekúndur dæmdar á Söndru Sigurðardóttur í marki FH.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 FH

„Ég ætla byrja á að óska FH til hamingju, þær áttu þennan sigur bara skilinn. Ég er ekki endilega ósáttur með liðið mitt í dag, fannst stelpurnar leggja sig fram, en það var bara meiri orka í FH liðinu í dag og þær gerðu þetta bara betur. Það litar oft leiki að þurfa elta leiki og við eltum alltof lengi. Þú getur endað eins og við að þurfa að opna svolítið til baka og það nýtist liði eins og FH mjög vel. Heimskulegur varnarleikur í föstu leikatriði í fyrri hálfleik setti svolítið alvarlegt strik í reikninginn hjá okkur í dag," sagði Jói í upphafi viðtals. En þá að gula spjaldinu.

„Ég veit ekki hvað gerist... einhverjar nýjar línur. Við vorum síðast að fá bréf held ég bara í vikunni um enhverjar breyttar... það er greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni. Ég veit ekki hvað við vorum að gera, kölluðum inn á, en enginn dónalegur eða neitt. Það var ekkert að gerast í þessum leik. Ég tek þessu gula með stóískri ró."

Jói var spurður út í bréfið sem hann segir að félagið hafi fengið. „Það er ekkert sem skiptir máli, einhverjar upphitunarreglur, menn eru að taka eitthvað til í regluverkinu, greinilega nóg að gera og mörg mál sem berast til dómaranefndar. Þetta var eitthvað með hámarksfjölda þeirra sem mega hita upp í einu," sagði Jói.

Miðað við tóninn og svipinn á honum hafði það bréf og sú breytta áhersla ekkert með þetta gula spjald að gera, en var ofarlega í huga hans þegar spurt var út í spjaldið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst en þar fer Jói nánar yfir það hvað vantaði og hefur vantað upp á hjá Þór/KA að hans mati.
Athugasemdir
banner
banner