Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
Þjálfari Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
Ívar Árna fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Haddi Jónasar fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Fyrirliði Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
   fim 12. júní 2025 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Kvenaboltinn
Þjálfari Þórs/KA.
Þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn FH í kvöld. FH lagði Þór/KA 1-3 í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en liðin mættust í Boganum í kvöld.

Í seinni hálfleik fékk Jóhann að líta gula spjaldið frá dómara leiksins. Í viðtali eftir leikinn var hann spurður út í spjaldið nokkrum mínútum eftir að Þór/KA vildi fá átta sekúndur dæmdar á Söndru Sigurðardóttur í marki FH.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 FH

„Ég ætla byrja á að óska FH til hamingju, þær áttu þennan sigur bara skilinn. Ég er ekki endilega ósáttur með liðið mitt í dag, fannst stelpurnar leggja sig fram, en það var bara meiri orka í FH liðinu í dag og þær gerðu þetta bara betur. Það litar oft leiki að þurfa elta leiki og við eltum alltof lengi. Þú getur endað eins og við að þurfa að opna svolítið til baka og það nýtist liði eins og FH mjög vel. Heimskulegur varnarleikur í föstu leikatriði í fyrri hálfleik setti svolítið alvarlegt strik í reikninginn hjá okkur í dag," sagði Jói í upphafi viðtals. En þá að gula spjaldinu.

„Ég veit ekki hvað gerist... einhverjar nýjar línur. Við vorum síðast að fá bréf held ég bara í vikunni um enhverjar breyttar... það er greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni. Ég veit ekki hvað við vorum að gera, kölluðum inn á, en enginn dónalegur eða neitt. Það var ekkert að gerast í þessum leik. Ég tek þessu gula með stóískri ró."

Jói var spurður út í bréfið sem hann segir að félagið hafi fengið. „Það er ekkert sem skiptir máli, einhverjar upphitunarreglur, menn eru að taka eitthvað til í regluverkinu, greinilega nóg að gera og mörg mál sem berast til dómaranefndar. Þetta var eitthvað með hámarksfjölda þeirra sem mega hita upp í einu," sagði Jói.

Miðað við tóninn og svipinn á honum hafði það bréf og sú breytta áhersla ekkert með þetta gula spjald að gera, en var ofarlega í huga hans þegar spurt var út í spjaldið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst en þar fer Jói nánar yfir það hvað vantaði og hefur vantað upp á hjá Þór/KA að hans mati.
Athugasemdir